Fyrir nokkru fékk ég sendar myndir í pósti frá vinkonu sem sýndu ógeslega(þá meina ég ógeðslega) horuð módel sem greinilega þjáðust af anorexíu eða bullemíu. Allavega, var ég fyirir tilviljun að skoða þær aftur í dag og langaði að finna fleiri slíkar myndir fyrir forvitnis sakir og þá fór mín á netið og leitaði og varð margs vísari. Það sem vakti aðallega áhuga minn þegar ég fór að leita var það að það eru til stuðningssíður fyrir fólk sem er með anorexíu og bullemíu, þar sem skipst er á ráðum. Ég hafði reyndar vitað að þetta væri til, vegna Ophru þáttanna sívinsælu sem fjölluðu í eitthvert skiptið um þetta en vissi ekki hvernig átti að finna það á netinu. Á endanum fann ég þá leitarorðið en það var pro-ana og ég verð að segja það að ég var frekar hneyksluð eftir lesninguna. Þar var talað um að anorexía og bullemía væru lífstíll en ekki sjúkdómar og fleiri tugir manna að gefa hvor öðrum “góð” ráð, t.d. hvernig maður getur ælt á sem auðveldastan hátt, hvernig væri best að svelta sig, hvað væri sem kaloríu snauðast og annað í þeim dúr.Fólk leitaði neflilega á netið til að hughreista hvort annað og hjálpa hvort öðru til þess að verða sem grennst. Einnig var búið að skrifa lista með fullyrðingum í formi boðorðanna 10 en hétu í staðinn “ The thin commandments” sem ég ætla ekki að fara með það var þvílíkt rugl allavega. Eins og kannski sést er þá er ég algjörlega á móti slíkum megrunum vegna þess að þær skemma líkamann , þó það sé ekkert að því að vera í góðu formi. Mig langaði bara að vekja máls á þessu því ég var svo hneyksluð að ég átti ekki til orð.