Þetta ljóð fékk mig til að pæla:

hvað ef, til að verða frjáls, þá þurfir þú að fara frá öllum, taka áhættuna og hverfa og gera allt umhverfið þitt upp á nýtt, á þínum eigin forsendum? Hvað ef það er eina leiðin til að skilja eftir gömlu stöðnuðu hugmyndirnar, fólkið sem þú vilt ekki sjá aftur (eða fólkið sem vill ekki sjá þig aftur), gömlu sárin og leiðindin? Allt það sem myndar umhverfið sem heldur þér hugsanlega niðri, aftrar þér, hægir á.

Hvað ef að til að geta gert það sem þú raunverulega vilt gera, þurfir þú að fara? Til að verða af alvöru einstaklingurinn sem þú áttir alltaf að verða, til að kynnast landi, fólki og aðstæðum sem eru öðruvísi en hér og þ.a.l. þroskandi (svo ekki sé minnst á að komast í burtu frá “the bubble” sem er Ísland)

Í flestum tilfellum þá kemur þú til baka að lokum. Að öllum líkindum muntu ekki hafa misst af miklu. Og er það í rauninni ekki það sem maður gerir, á minni skala, alla sína ævi? Að fara og koma aftur? Fara í skólann til þess að koma aftur, fara í ferðalag, fara í sumarfrí út á land, fara í sólarlandaferð… Að fara í lengri tíma í burtu úr landinu er bara næsta skref. Það er ferðalagið, ekki endastöðin (endastöðin verandi heima í húsi í heimalandinu)


svo ekki sé minnst á…

…það er eingöngu þegar þú kveður mig, sem ég hugsa um raunverulegar tilfinningar mínar til þín.

en
það sakar svosem ekki að hafa ferðafélaga…
True blindness is not wanting to see.