Það eru ótal vegir til þess að lifa sínu lífi. Hver hefur sín áhugamál og djöfla að draga.

Hópar myndast í samfélaginu út frá lífstíl. Maður þarf ekki að fara langt til þess að sjá að tölvuleikjakappar eiga marga vinina sem spila sömu leiki og þeir. Djammarar eiga vini sem fara á lífið hverja helgi og fótboltamenn eiga marga vinina sem spila fótbolta.

Að tileinka sér lífstíl getur þýtt að maður tileinki sér öðrvísi fatasmekk og breyti útliti sínu til þess að passa inn í sinn lífstíl.

Tökum sem dæmi hjólabrettamenn. Oftar en ekki eru þeir í fötum úr SMASH og Brim og halda sig oft á Ingólfstorgi með bretti í hend. Það er þeirra lífstíll. Þeir fara í skólann og við hittum þá á hverjum degi í skólanum þar sem lífstílar hrærast saman í eitt, þó svo að hópar myndist.

Hver og einn hefur sinn lífstíl. Sumir telja að þeir séu bara ‘'venjulegir’' en það er ekkert sem heitir að vera ‘'venjulegur’'. Við mannfólk erum of fjölbreytt til þess að geta túlkað einn eða annan lífstíl sem venjulegan.

Sumir breyta um lífstíl, oftast á unglingsárunum. Sumir eiga erfitt með að finna sig í einni tilveru og reyna að breyta henni. Margir gætu haldið að ástæðan fyrir því sé óhamingja en ég kýs að trúa að sumum langar bara að prófa nýja hluti. Það þýðir ekki endilega að maður skipti um vinahóp. Margir eiga vini sem eru tölvugramsarar, bílabríanar og fótboltakappa og halda góðum tengslum við allar þessar mismunandi týpur.

En eins og með alla hópa skapast stundum togstreita á milli eins hóps og annars. ‘'Hnakkar’' eru sjálfselsk fífl, tölvuleikja unnendur eru nördar án lífs, Goth's og Emo's er hrært í sömu súpu og eru bara félagsfælnar vampírur, alltaf með raka í augunum. Jón úti í bæ sem stundar bara sinn skóla og spilar fótbolta í hófi í frítíma sínum er bara rolla sem fylgir hópnum.

Lífstíll hvers og eins á ekki að vera stimpill á persónuleika, heldur er það bara sá vegur sem að viðkomandi hefur kosið til þess að smíða sína gæfu.

Þó svo að þinn lífstíll hafi ekki nafn, er það samt sem áður lífstíll.

Ef ég tek mig sem dæmi, þá tilheyri ég engum sérstökum hóp, ég mæti í mína vinnu og passa mína íbúð og reikninga. Ég hinnsvegar elska að spila tölvuleiki, íþróttir og gott djamm.

Minn lífstíll er fjölbreyttur. Ef ég tek huga sem dæmi, þá er ég: /djammid, /heilsa, /húðflúr og götun, /tíska & útlit, /blizzard leikir, /bilar (ef ég ætti peninga), /heimilið, /hljóðfæri, /bardagalistir, /box, /kynlíf (þegar færi gefst ;)

Þetta eru þeir hlutir sem að mynda mig og minn lífstíl.

Ef þú ættir að mynda þér image út frá huga, hvernig liti það út?
Moderator @ /fjarmal & /romantik.