Að hversu miklu leiti stjórna ég raunverulega lífi og lífsstíl mínum?

Ég var fædd í þennan heim
ósjálfbjarga og grátandi.

Áður en saga mín hófst,
áður en hún varð svo mikið sem punktar,
fótspor flugu á loftinu,
var hún ákveðin.

Ákveðin af umhverfinu,
ákveðin af fólki.
Fólki sem ég vissi ekki af
og vissi ekki af mér.
Ég fékk engu ráðið
um bakgrunn minn,
grunn lífs míns.

Hvað get ég gert
til að stjórna eigin lífi?
Flutt út í heim?
Farið á brott,
lifað óháð öllum,
öllum þeim sem halda mér hér?
Fólkinu, sem skiptir mig máli?

Er líf mitt þá þess virði að lifa?