Það virðist sem svo að margir hafi þann lífsstíl að drekka áfengi, og drekka mikið af því og gera ekkert annað. Ja, nema þá helst að vera fjölskyldu sinni til ama og valda öllum áhyggjum. En hvernig er það er þetta neyslumunstur til komið?
Vegna þess að þetta er sjúkdómur? Eða vegna uppeldis? Eða nennir þetta fólk kanski ekki að vinna? Ég verð nú að viðurkenna að það læðist að mér sá grunur að oft sé það raunin. Ég vona að mér verði fyrirgefin þessi “ljóti” hugsunargangur.En þetta segi ég alls ekki af íllgirni , alkóhólistar eiga samúð mína alla. En þegar “sumir” (ég ætla nú ekki að fara að setja alla undir sama hatt) hafa fengið óteljandi tækifæri til að takast á við “venjulegt” líf og hana fengið hjálp, stuðning og bara nefnið það, aftur og aftur sækja samt alltaf í sama farið! Hvað er það þá ? Er viljinn ekki nógu mikill? Eða nenna sumir bara hreinlega ekki að standa í því að taka ábyrgð á eigin lífi? Mér er málið nokkuð mikið skylt.Ég gæti sagt ljótar sögur, en ég ætla ekki að gera það. En það sem mér finnst vannta uppá í þjóðfélaginu er að jafnt sé komið á með alkóhólistum og aðstandendum þeirra. Alkóhólistar eiga samúð fólks upp til hópa, það eru viðtöl við þá um hversu allt er erfitt, baráttan við bakkus o.s.frv. Þeir fara á Vog og Vík og Staðarfell og Haðgerðiskot og hvað það heitir nú alltsaman.Auðvitað er þetta gott mál. Og sem betur fer eru alltaf einhverjir sem ná að rífa sig upp og virkilega laga sitt líf. En því miður er það minnihluti. Á tímabili var ég farin að halda að Vogur væri hvíldarheimili og tilvalinn staður til að kynnast drykkjufélögum! Og því miður eru sumir sem nota þessa afvötnunarstöð til þess. Hvernig stendur á því að fólk getur farið aftur og aftur inn á Vog án þess að hafa sýnt minnstu löngun til að hætta? Og hver borgar? Við sem nennum að vinna!!! Og hverjir sjá um að ala upp börn þessara manna og kvenna??? Því miður er mér skapi næst að segja eru alkóhólistar ekki ófrjóir, en ég ætla ekki að segja það. Því Margt mikilmennið hefur komið frá miklu ógæfufólki. En það eru líka uppalendur þessara barana sem þurfa að basla einir og hjálparlausir. Ekki fá þeir að fara inn á Vog eða geta leift sér að láta aðra hugsa um sig. Námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista eru nefnilega rándýr. Ég sá auglýst helgarnámskeið um daginn sem kostaði 8000kr. Og hver á að passa börnin. Ekki makinn sem situr á kránni og eyðir fjármunum heimilisins!!! Hvernig væri að stofna styrktarsjóð aðstandenda alkóhólista? Ég veit um ótrúlega stóran hóp einstæðra manna og kvenna sem hafa gefist upp á drykkju maka, því það er auðveldara að vera einn heldur en með fársjúkum einstaklingi. Þetta er mesta fjölskyldu böl sem til er ! Og svo eru sumir sem vilja selja áfengi í stórmörkuðum! Ó þér fávísa fólk! Eða á ég að segja óupplýsti almenningur sem hefur til allrar guðslukku sloppið við þann óþverra sem af áfengisdrykkju hlýst.
ÉG gæti haldið endalaust áfram ,og geri eflaust seinna, með þessi skrif en ég læt hér staðar numið í bili.Ég tek það fram að ég veit að þetta er sjúkdómur, en málið er að hann leggst ekki bara á þann sjúka heldur allt hanns umhverfi og þar er pottur svo sannarlegar mölbrotinn hvað varðar aðstoð og upplýsingar.
Vonandi fæ ég fullt af viðbrögðum við þessari grein og vonandi hætta allir alkóhólistar að drekka:)