Ég veit ekki alveg hvar ég átti að senda inn þessa grein en ákvað að senda inn hérna þar sem þetta er inhverskonar hvatning til að EKKI REYKJA.

PS. Ég samdi þessa ritgerð í 6. bekk og fékk 9,5 fyrir hana.

Tóbak var fyrst notað af indjánum. Þeir notuðu það til að fæla skordýr í burtu og í trúarlegum tilgangi. Árið 1494 fann Kólumbus Ameríku og þá kynntust Evrópubúar tóbaki. Í Evrópu var tóbakið fyrst notað til lækninga. Síðar var litið á tóbak sem dýra og fína vöru. Í fyrstu notuðu menn nef- og munntóbak og síðan vindla. Sígarettur voru fyrst búnar til af spænskum fátæklingum sem bjuggu þær til úr tóbaksafgöngum úr vindlum með því að vefja pappír utan um tóbakið. Í seinni heimstyrjöldinni fengu hermenn sígarettur með matnum til að örva þá til átaka. Tóbaksneysla varð algeng upp úr 1920. Konur fóru að reykja í kringum seinni heimstyrjöldina. Árið 1962 kom fyrsta stóra skýslan um skaðsemi reykinga og tóbaks.

Um þessar mundir reykja fleiri konur en karlar á Íslandi og unglingar meira en fullorðnir. Árið 1985 reyktu 43% íslenskra karla og 37% íslenskra kvenna en árið 1997 reyktu 29% af körlunum og 28% af konunum.

Blöð tóbaksplantna framleiða eitur til að fæla frá sér skordýr. Það eru um 4000 skaðleg efni í tóbaksreyk. Nikotín, tjara og koltvíoxíð eru þau hættulegustu. Nikotín er vökvi sem myndast í blöðum tóbaksjurtar. Það verkar á miðtaugarkerfið og gerir mann háðan tóbaki. Koleinox er lofttegund sem dregur úr efnisflutningi blóðsins til vefja líkamans og úr þoli hans. Tjara safnast smátt og smátt í lungun og skemmir þau. Aukaefni er sett í sígarettur til að auka bragðið.

Tóbak hefur skaðleg áhrif á taugar, lungu, æðar og meltingarfæri. Ýmsir sjúkdómar fylgja tóbaki, t.d. lungnasjúkdómar, krabbamein, kvef, hálsbólga, berkjubólga og kransæðarstífla. Reykingar eru bannaðar í bíó, almenningsvögnum, flugvélum og á fleiri stöðum. Því fyrr sem byrjað er að reykja, því verra. Ef byrjað er snemma er hættara á sjúkdómum. Þegar líkaminn er ungur er hann næmari fyrir tóbaksreyknum. Reykingar verða hluti af sjálfsmynd og erfitt er að sjá sig án tóbaks. Líklegra er að maður prófi vegna hópþrýstings þegar maður er ungur, vegna þekkingarleysis og kannski vegna þess að aðrir í fjölskyldunni reykja. Reykingar byrja oftast með fikti hjá unglingum. Börn mega byrja að nota tóbak og kaupa það 18 ára.

Fólk reykir oftast vegna þess að það er háð nikotíninu sem er í tóbaki. Fólk byrjar af ýmsum ástæðum, t.d. vegna hópþrýstings. Fólk sem byrjar að reykja á mjög erfitt með að hætta og ætti að styðja þau í barátuni gegn fíkninni.

Mér finnst ógeðslegt að reykja og viðbjóðsleg lykt af reykingarmönnum. Það eina sem maður „græðir“ á reykingum eru sjúkdómar og dauði. Ef mér væri boðið að reykja kæmi aðeins eitt orð upp í hugann á mér NEI! Ég ætla aldrei að reykja og ætla að hvetja aðra til að reykja ekki. Ef ég myndi verða vitni að því að verið væri að hvetja einhvern til að reykja myndi ég segja þeim einstaklingi að hlusta ekki á þessa vitleysu. Til að passa að unglingar byrji ekki er að reykja á ekki selja þeim sígarettur, fylgjast alltaf með þeim sem virðast vera með sígarettu og reyna að koma vitinu fyrir þá.