Minn lífsstíll. Jajú, ég ákvað að henda inn einni grein hérna, um minn svokallaða “lífsstíl”.

Lífstíll er hvernig fólk lifir, hvernig ég lifi, hvernig þú lifir lífi þínu.
Örlítið erfitt að skrifa um sinn lífstíl, en ég ákvað að reyna.

Ég er nú aðeins 15 ára strákur, nýbyrjaður í 10bekk. Þannig ég kann kannski ekkert “að lifa lífinu til fulls” alveg strax, en ég er þó að gera það sem mér finnst skemmtilegt.

Ég á fullt af vinum, get engann veginn kallað mig vinalausann, þótt maður geri það nú stundum, en svo fattar maður að maður er alltaf jafn vel settur með þessa vini,
elska mann gegnum súrt og sætt.

Ég stend við vel í skóla, það er ég viss um, þótt ég fái ekki endalausar tíur. Hæsta einkunnin mín í fyrra var 8.5 eða níu. Og að sjálfsögðu 10 í skólasókn, eins og alltaf :)

Ætla aðeins að gefa ykkur létta og stutta innsögn í líf mitt á:

Virkir dagar/skóladagar:

Maður drullast fram úr, sturtar sig, klæðist, borðar og af stað út í heim ævintýranna. Nánar tiltekið skólinn. Úff, það eru sko aldeilis ævintýrin þar, sérstaklega með þessa kennara.

Ég hef einu sinni eða tvisvar skrópað í tíma, ef ekki aldrei, ég man allaveganna ekki eftir því.
Mæti alltaf í alla tíma sem stundarskráin mín segir mér frá, og ég er líka mikill “fylgjast með” maður, þó maður sé utan við sig í dönsku, þá álít ég það ekki það rooosalega merkilegt að fá hærra en 9 í dönsku :).

Nóg um það, svo kem ég heim, fæ mér að borða, annaðhvort Nettó, Bónus eða eldhúsið heima hjá mér.
Oftast er það eldhúsið sem skaffar mér mat, en þegar ekkert er til, þá er það Nettó, og þegar það er gott veður og ekkert framundan, þá Bónus.

Svo kíki ég í tölvuna, og fer svo oftast út að hitta þessa blessuðu vini.
Er oftast kominn inn fyrir 22-23, eða, á að vera það, því skólinn er byrjaðir, en það heppnast ekki alltaf :)
Kíki í tölvuna, fer svo að horfa á sjónvarpið og sofna mjög oft yfir því, og vakna við stillimynd eða léleg tónlistarvídjó…


Frídagar/helgi/föstudagskvöld:

Föstudagskvöldin eru mjög margbreytileg, ég kýs eiginlega alltaf að finna mér félaga og fara með honum út að hitta fleira fólk og “fleppa”.
Það virkar samt ekki alltaf, og ég heng heima, í tölvunni, eða yfir mynd. Og þá er alltaf vakið til meira en hálf tvö. Vill ekkert gefa fram réttar tímasetningar hérna, hehe.

Svo eru það helgarnar, þeir eru sjitt breytilegar, þar sem ég er skáti, fer ég oft í helgarútilegur, frá föstudagskvöldi til sunnudagseftirmiðdag, þannig ég kem heim dauðþreyttur og þarf svo að mæta í skólann daginn eftir. Ef það er ekki útilega, þá er ég heima/úti með félögum.

Og í sumarfríum: tjill, vinna, tjill, vinna, vinna, þið þekkið þetta öll!
Öðrum fríum(s.s yfir veturinn):
SNJÓBRETTI Every day, babe! Líka eftir skóla á veturna.. þetta er svo æðisleg íþrótt. Meira um hana seinna.


Hvað næst? Matur, drykkir, óhollt, hollt?

Matarræði:

Ég er ekki beint svona í hollustunni, finnst voðalega gott að fá mér kók og popp og þannig óhollustu, eins og okkur finnst öllum, ekki satt?

En ég ét þetta ekki alla daga, ég elska salat, ávexti og grænmeti, og ég fæ mér þetta óspart með matnum mínum.
1/3 af disknum skal vera grænmeti, það segir íþróttaálfurinn.

Nestið í skólanum mínum er oftast svali eða kókómjólk, ekkert meira.
Fer svo heim í hádegismat, og þar er annaðhvort ristabrauð eða jógúrt, eða langlokurist [þegar nettó verður fyrir valinu]

Kvöldverði borða ég með fjölskyldunni, og það er svo fjölbreytilegur matseðill að ég ætla ekki að lýsa honum. Ósköp venjulegur matur á venjulegu heimili.


Hreyfing:

Er alltaf eitthvað að djöflast með vinum mínum, hvort sem það er bittsja, eða klifra uppá húsþök, alltaf einhver hreyfing. Líka í leikfimitímum, þar er ávallt tekið vel á!
En það er á sumrin, á veturnar leikum við okkur í snjóboltakasti, kasta og fella litla krakka [það er ææææðislegt] og að sjálfsögðu eins og ég nefni áðan:

SNJÓBRETTI!

Bláfjöll, Skálafell, Breiðholtið, you name it.
Mikill snjór = Við þar.

Bleh, held þetta sé nóg af mínum lífsstíl í bili, held þið nennið ekki að lesa mína :)
Innihaldsríkt líf, eih?

Sjáumst, kveðja, OfurKindin.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið