Var verið að tala um að lögleiða kannabis? Mér skilst að þessi umræða hafi virkilega verið í gangi á þessari síðu fyrir stuttu. Allt í lagi ef við lögleiðum kannabis þá verður eitthver að tékka hvað sé besta stöffið og hver á það að vera? ÁTVR. Ok eftir að þeir eru búnir að ná í stöffið þá þarf að selja það og þá hvar, kannski í apótekum eða ÁTVR. Frábært, ríkið setur jákvæðan stimpil á efnið og það verður auðfáanlegt. Þegar fullornafólkið er búið að segja að kannabis sé í lagi þá er ekkert spennandi lengur fyrir unglingana að reykja það. Við það er meira spennandi að prufa t.d amfetamín eða eitthvað annað ,,ólöglegt.“ Ætli lögleiðing kannabisefna auki þá nokkuð neyslu? Krakkar, í Hollandi er kannabis löglegt. Hassreykingar eru hvergi algengari en þar og einnig hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu ,,harðari” efna á markaðnum, sbr. amfetamín, kókaín og heróín. Og í eitt skipti fyrir öll KANNABIS ER ÁVANABINDANDI. Allar aðrar sögusagnir eru búnar til af fíkniefnasölum og allmennum notundum. Meðferðastjórar í Bandaríkjunum eru sammála um að heróínfíklar séu helmingi auðveldara viðfangsefni hafi þeir aldrei reykt hass. Umræðan um að lögleiða kannabis í Kaliforníu var ,,sponseruð" af evrópskum auðkýfingi (kannski stórkaupmanni). Mér finnst umræða um að leifa kannabis í ljósi frjálshyggju hreint út sagt heimskuleg. Eiturlyf frelsa engan heldur fangelsa, beint eða óbeint. Það hefur sannað sig að stór hluti fólks (jafnvel meirihluti) hugsar ekki sjálfstætt (Hitler var kosinn með meirihluta atkvæða á sínum tíma) þannig að þetta er ekki spurning um hvort fólk geti valið sjálft eða ekki. Eigum við kannski líka að lögleiða heróín og barnaklám?