Hvað er Anarkismi? Anarkismi er pólítísk hugmyndafræði, en að auki miklu meira en það, því einnig er um að ræða lífsstíl með pólítísk og persónuleg viðhorf. Margir misskilja þessa stefnu vehna mismunandi skilgreininga anarkista því að hún hefur frekar einstaklingsbunda skilgreiningu. Ég ætla því að fræða ykkur svolítið um Anarkismann…
Anarkismi er fjölbreytileg heimspeki sem skilgreind er á marga vísu. Margir einstaklingar sem hafa tekið upp þessa stefnu kalla sig “anarkista”, en samt ekki allir. Anarkismi getur átt við alla þætti tilverunnar og leggur áherslu á frelsi, samvinnu, sjálfákvörðunarrétt og ábyrgð á eigin hegðun. Anarkistar eru frekar umhverfissinnaðir og eru á móti stríði og ofbeldi, þó margir haldi að þeir séu ofbeldisfullir. Grundvallarspeki anarkismans er að yfirvöld, eins og ríki, kirkja eða lögregla, séu óþörf; að allir eigi að fá sitt frelsi með sköpunarhæfileikum sínum og öðru slíku. Anarkismum finnst að yfirvöldin séu að reyna að auka sín eigin völd í stað þess að hugsa um samfélagið; hvað sé best fyrir þau og þeirra frelsi. Þeir vilja ekki að siðferði fólks sé bundið í lögum, en þeir skilja samt mætavel að sumum lögum þurfi auðvitað að fylgja. Anarkistar leggja aðal áherslu á frelsi einstaklingsins. “Anarkistahreifingu” samtímans er réttara að horfa á sem samansafn misnunandi hreyfinga sem eiga margvísleg pólítísk og hugmyndafræðileg fyrirbæri sameiginleg. Anarkistar bera ekki fordóma gagnvart fólki vegna kynhneigðar þess eða ef það er af öðrum kynstofni. Þeir sjá tengsl milli alls konar kúgara gagnvart fólki sem er talið vera “öðruvísi en við”. Anarkistar vilja t.d. ekki að yfirvöld séu að skipta sér af samböndum samkynhneigðs eða tvíkynhneigðs fólks, því að samkynhneigð og tvíkynhneigð séu jafn eðlileg og gankynhneigð.
Anarkistar tóku þátt í frönsku byltingunni sem byrjaði 1789, eins og svo mörgum öðrum byltingarhreyfingum. Seint á nítjándu öld og snemma á þeirri tuttugustu áttu anarkistar eins og Pierre-Joseph Proudhon, Peter Kropotkin, Mikhail Bakunin og Errico Malatesta stórann þátt í þróun hugmyndarfræði byltingarsinnaðs anarkisma. Ýmsar hreyfingar urðu virkar á sjötta áratug síðustu aldar, eins og Femínistahreyfingar og Samtök homma og lesbía. Anarkistar nota mikið netið og önnur rafræn samskipti til að koma á framfæri upplýsingum um anarkismann sjálfan, ýmsa atburði, dreifa fréttaskeytum og bæklingum. Sumir anarkistar eru þó á móti rafrænum samskiptum vegna þess að að samskipti án augntillits eru þeim ekki að skapi og vegna slæmra áhrifa tæknidýrkunnar á náttúruna. Anarkistar vinna þó nokkuð í því að gefa út bækur og fréttablöð fyrir aðra anarkista.
Sumat það fólk sem kallar sig ekki anarkista er ungt fólk sem komist hefur í kynni við hugmyndafræði anarkismans í gengum pönkið, jaðarlistafólk eða róttæka stúdentahópa. Það aðhyllist margt af klassískum kenningum anarkismans, en eru yfirleitt meira fyrir grundvallaratriðin, eins og að vera óháð og sjálfstæð á praktískan hátt í daglegu lífi sínu og vinnu. Þetta fólk flýr óréttlætið, og myndar þau andspyrnusamfélög sem byggja á beinni virkni og sjálfsbjörg eins og sambýlum, hústöku, fræðslumiðstöðvum, uppbyggingu efnahagslegra samvinnuhópa um matvæli og framleiðslu og dreifingar tónlistar óháð tónlistarsamsteypum.

Heimild; Liz A. Higleyman og Black Rose