Nánast allir eiga sér einhvern draum. En ekki nærri því allir segja frá honum. Það er líka ágætt að halda þeim fyrir sjálfann sig. En ég hef alltaf átt draum sem ég ætla að segja frá hér.

Ég er fræg rokkstjarna. Aðdáendur mínir tilbiðja mig,og reyna að líkjast mér í útliti og klæðaburði. Á tónleikum skapa ég rífandi stemningu með reyk,sprengingum, ljósashowi,dönsurum og tilheyrandi. Ég stíg fram á sviðið með gamla góða rafmagnsgítarinn minn í höndunum og rödd mína að vopni. Um leið og ég tek upp míkrafóninn og sérstök,örlítið hás röddin berst um salinn ærast allir! Ég er ekki ein af þessum súpermjóu ofurgellum sem dilla sér við taktfasta tónlist sem þær semja ekki einu sinni sjálfar. Ég skapa mér minn eigin stíl sem er ekki líkur neinum öðrum.

Þetta er barnalegur draumur sem mjög ólíklegt er að rætist. Fullorðið fólk segir ,,Vertu nú raunsæ,Laticia mín!”. En af hverju? Er ekki hollt að láta sig dreyma? Kannski ekki þegar það gengur útí öfgar og maður hugsar um ekki neitt nema þennann ákveðna draum. Þá er það orðið fullmikið. En ég er líka að gera mitt besta til að láta þetta rætast. Ég er að læra á rafmagnsgítar,og fer líklega í söngnám eftir áramót. Svo er um að gera að fara í Idol eitthvert árið ;)

Hvað finnst ykkur? Eigið þið ykkur ekki líka drauma? Þið sem eruð jafn miklar draumóramanneskjur og ég látið í ykkur heyra! Það er hollt að láta sig dreyma! :)