Týpískt “A-grúppu” fólk:

Steyptar neglur, falskt RapidWhite-bros, ofnotkun á ljósabekkjum, aflitað hár, strákar með plokkaðar augabrúnir og háreyðingarkrem milli rasskinnana, bimbó ljóskur að glenna sig framan í allar myndavélar sem þær finna (góð dæmi á djamm.is), strákar sem stofna “bræðralög” sem byggjast á ljósabekkjarnotkun og fara að lyfta… “Veistu hvað Ég tek mikið í bekk?”

Yfirborðskennt, grunnhyggið, “glamor” lið sem er eins og gangandi tískublöð. Fólk með hugsun sem nær ekki dýpra heldur en ofan í tískustrauminn og efnisheiminn. Láta mata sig af hverfulum gróðrabrellu hugmyndum um að útlitið skipti miklu máli, það sé mjög nauðsynlegt að vera fallegur, flottur í tauinu og vera “Inn with the Inn-crowd” og “djamma”.

þú heyrir setningar eins og “OMG, ertu í venjulegum inniskóm?..það eru sko AFA inniskór í tísku núna” og “Lífið er að vera fallegur og stunda líkamsrækt!” hjá þessu liði. Þetta fólk á það til að setja út á og kalla alla dópista og klikkaða sem hugsa dýpra þetta. Ef þú flettir tímariti sem heitir *Séð og Heyrt* þá sérðu alla flóruna af þessum viðbjóði.

A-grúppan er ekki bara útlit og klæðnaður heldur einnig visst hugsunarform og grunnt meðvitundarsvið: Sem afleiðing nútíma þjóðfélags og stórborgarmenningar og of mikillar jákvæðrar styrkingar sem kallast vellíðunarhyggja er A-grúppu meðvitundarástandið fast í heimskulegri neysluhyggju sem er styrkt með ótta af neyslumarkaðnum með hjálp fjölmiðla:

“Keyptu þetta og þetta annars ertu bara lúser”
“Oj Það eru bara dópistar sem klæða sig svona”
“OJ þú ert ekkert brúnn, farðu í ljós það eru bara dópistar sem eru hvítir”
“trúarbrögð og bókmenntir og heimspeki og vísindi?? …þú ert nú bara lúði”
“OJ loðnir karlmenn eru ógeðslegir, sendu hann í vax eða hættu með honum” ….osfv

*

Fræg dæmi úr samskiptum við A-grúppu píur:

“Nei Ég hef aldrei séð kind með berum augum en Ég veit að David Beckham pissar sitjandi”, “Oj gamallt fólk er ógeðslegt”, “Fiskibollur?? … lifa þær í sjónum eða?”, “Heimaslátrun?? ..flokkast meindýraeyðir undir það? .. hvað eru annars meindýr aftur??”

… og gæa:

“stærsta líffæri líkamanns?? … ekki er það bísseppinn??”, virk A-grúppu skilyrðing??… hmm? ja ég er allavega fallegri en þú“

”Metrosexual my ass, its lack of IQ“

Fræga setningin hjá ”Human Waste Project“ segir allt sem þarf: ”We all know the chosen toys, the candy girls and pretty boys.“

A-grúppu fóðrið:

Tískulöggur, Ungfrú og Herra ísland (og allt hitt fegurðarsamkepnis fóðrið), Séð og Heyrt, PoPPtv, R&B, Hollywood-rapparar og Innihaldslaust, tyggjóklessu popp sem er skrifað eftir formúlum og svo framan af

… Þetta er fóður handa A-grúppunni, þar sem það fólk hefur ekki nægilega sjálfstæða hugsun til að vera það sjálft og móta sér sínar eigin skoðanir á umhverfinu.

Plötuútgefendur og fjölmiðlafyrirtæki nota heiladauðar glimmer fígúrur (Brittney Spears, Justin Timberlake, Paris Hilton, Tyra Banks ofl) til að miðla þessu fóðri með hjálp útvarpstöðva fjölmiðla og tísku-iðnaðar, auðvitað til að græða á þessum greyum.. Við þekkjum öll dæmi eins og KISSfm, Fm 95,7 , Séð og Heyrt, sjónvarpsþætti eins og ”americas next top model, Qeer eye for the straight guy, nylon ofl."

Ef A-grúppu manneskja les þetta þá verða fyrstu viðbrögð hennar að kalla mig öfundsjúkan, dópista, klikkhaus eða lúser. …Ég samhryggist henni því hún getur ekkert að þessu gert, svona er það bara að vera stereótýpa á gervi-öldinni.

Tekið af síðunni: www.folk.is/dark_pete