Þetta var upprunalega íslensku verkefni, en mér fannst ég þurfa að senda þetta hingað inn. fá álit ykkar á þessu.


Sjáum nú til, ég er samkynhneigður karlmaður, ég er wiccatrúar (trúarbragð sem byggist að miklu á trú á náttúruna helst) og náttúrutrúar, ég er goth (dimmur fatastíll, svart, gaddar, makeup og því um líkt) þegar mig langar til þess og ég kem úr alcohólistafjölskyldu. Allt þetta eru minnihlutahópar, en engin þeirra virðist skipta umheiminn eins miklu máli og samkynhneigðin.
Ég má hreinlega ekki gera þetta né hitt á almannafæri svo lengi sem það er samkynhneigt í eðli, jafnvel þó að kynísa fólkið geri nákvæmlega sömu hlutina, eini munurinn er að það er kona og karlmaður.
Dæmi 1: Ég átti kærasta fyrir stuttu og það var litið rosalegum forvitnis og andúðar augu ef við kysstumst á almannafæri, það var jafnvel minnst á það í fréttapésa að fólk á miðgarði (miðgarður, matgarður og norðurkjallari eru staðir í skólanum mínum) væri óhrætt við að kyssast stuttu eftir að við byrjuðum saman.
Ég hef oft litið í kringum mig þegar ég geng í gegnum matgarð, miðgarð og norðurkjallara og oft sé ég kynvís pör kyssast, jafnvel einu sinni sá ég par sem var ekki mjög langt frá því að fara para sig í gluggakistunni á matgarði. Ekki sé ég í fréttapésanum “fólk á matgarði óhrætt við að sýna gredduna” eða “ástin blómstrar á matgarði”. Ég skil vel að fólk sé ekki að kyppa sér upp við það að fólk sé að kyssast, en það eru þau viðbrögð sem ég vill frá lýðnum.Hommar og lespíur eru ekki að byðja um neina sérmeðferð, við erum að byðja um sama rétt á að vera ósýnileg og annað “venjulegt” fólk.
Gay pride gangan er kannski ekki ósýnilegasta aðferð sem til er en það er ekki tilgangur hennar og er tilgangur hennar ekki bara að leyfa dragdrottningunum, trukkalessunum og leðurhommunum að sýna sig (þó að það sé kannski óæðri tilgangur að hluta til) heldur að sýna fólki að samkynhneigð sé til, að hún sé eðlileg og að það er ekkert sem hægt er að gera til að losna við hana, hún er hluti af náttúrunni eins og allt annað.
Viðtaka vina og fjölskyldu er eitt af því sem alla samkyhneigða kvíðir fyrir en finnst þér kæri lesandi ekki fáránlegt fyrir manneskju að þurfa vera hrædd um að fjölskylda sín afneiti sér fyrir eitthvað sem er óbreytanlegur hluti af manni? Ímyndaðu þér (ef þú ert gagnkynhneigð manneskja) að vera dauðhræddur um að fólk hætti að elska þig og kasti þér á dyr, ímyndaðu þér bara það… geturðu það nokkuð? Nei ég hélt ekki, þú sem venjuleg gagnkynhneigð manneskja hefur aldrei þurft að vera hrædd um svoleiðis.
Dæmi 2: Ég átti vin sem var besti vinur minn síðan ég var fjögurra ára, við hittumst á hverjum einasta degi og gerðum nærri allt saman, við vorum nærri eins og bræður, svo þegar ég er 13 eða 14 þá segi ég honum að ég sé tvíkynhneigður og hann tekur því… byrjar samt aðeins að vera smá öðruvísi í kringum mig, síðan 15 ára segi ég honum að ég sé hommi. Hann hittir mig sjaldnar og sjaldnar og slítur síðan vinskapinn með því að segja “ef þú hefðir ekki verið vinur minn svona lengi þá gæti ég ekki verið nálægt þér, af því að þú ert hommi”.
GAMAN GAMAN skal ég segja þér, höfnun er æðisleg, allveg frábær, besta í heimi! Hugsaðu þér hvað það bætti á stressið? Núna er ég samkynhneigður drengur, aleinn í öllum heiminum, ég enga vini (þessi “vinur” minn var eini vinurinn sem ég hafði, ég var ógurlega óvinsæll), engan sem skilur mig og engan til að tala við… þunglyndi er óumflýjanlegt. Sem betur fer var ég óvinsæll því að ég held að verr hefði farið ef ég hefði farið að stunda næturlífið, hryllileg tilhugsun, dóp, áfengi, óvarið kynlíf og kannski jafnvel endað í vændi eða eitthvað því um líkt. Nei ekki næturlífið fyrir mig, sjálfspyntingin var miklu betri hugmynd… já, alltaf aleinn… aleinn með hnífinn.
Hérna kem ég að tilgangnum með þessari runu: Ef samfélagið myndi taka samkynhneigð sem eðlilegum hlut þá væru þessar tilkynningar mjög tilgangslausar, og myndi þetta eyða stórri uppsprettu sársauka hjá þessum hóp sem er um það bil 10% manna og kvenna í þjóðfélaginu. Sársaukafullir samkyhneigðir einstaklingar myndi ekki þurfa að fela sig bak við næturlífið, sprautuna, hnífinn, vinnuna eða dauðann ef þessi andúð og þetta hatur væri ekki til, ef samkyhneigð væri álitin eðlileg eins og hún er. Gerðu það, kæri lesandi, ekki valda sársauka hjá okkur, leyfðu okkur að vera eðlileg.
God is a cat and the devil is a dog named Tac (get it?)