Þessi byrjun var aðallega til að gera þetta idiot poof ef þið fattið…

Byrjum á grunnatriðum eins og hvað er stíll? Stíll gæti verið fötin okkar, bíllinn, heimilið eða bara hvað sem er. Þegar talað er um lífstíl er oftast talað um eitthvað sem við eyðum lífinu í. Þeir sem fara eftir skóla að spila skák eru með lífstíl sem er einmitt skák(dohh). En eru stafrænar íþróttir eða tölvuleikir lífsstíll? Hvað er það sem gerir það að verkum að krakkar og fullorðið fólk situr klukkutímum saman fyrir framan skjáinn að gera ekki neitt annað en að stjórna kalli til að drepa aðra eða leysa þrautir o.s.frv. Þetta byrjar á því að maður prófar eins og krakki prófar að byrja að reykja. Síðan verður þetta að fíkn því miður fyrir suma, sumir geta ekki lifað dag án þess að spila cs eða EVE og ef þetta fjölmiðlafár heldur áfram og tölvuvæðingin heldur áfram mun um það bil 90% heimsins spila tölvuleiki og þeir gætu orðið að ólympíugein or sum. Það gæti leitt til offitu, leti og tímasóunar. En það er ekki allt slæmt við tölvuleiki. Krakkar hafa verið að fá hærri stig á greindarvísitöluprófum sem er rakið beint til tölvuleikja. Þegar professional counter strike spilarar spila þá hugsa þeir ekki bara skjóta, drepa. Það er mun dýpri sálfræði bak við þetta. Tökum dæmi ef 2 óvinir eru sitt hvorum megin við kassa hvað á að gera? Professional spilari gæti t.d. greint hvaða hljóðið kæmi svo hann væri undirbúinn hvorum megin óvinurinn kæmi, eða að hann sæi fyrir hvað mundi gerast af reynslu og hann mundi þannig fá forskot. En hvað með tölvuleiki og fíkn? Vinsælasti tölvuleikurinn í dag er án efa cs og þótt hann sé mjög einhæfur er eitthvað við hann sem heldur spilurum við skjáinn tímunum saman. Fyrst byrjar þetta að vinur leyfir manni að prófa síðan kaupir maður leikinn og loksins er maður kominn í trans yfir skjánum og hættir ekki. En eru tölvuleikir lífsstíll? Allt bendir til þess! Einnig notar herinn cs til að þjálfa herinn, það hefur verið sannað að maður verður hittnari eftir þjálfun í leiknum.
Hvað segiði?
er cs lífsstíll?
eru tölvuleikir lífsstíll?
Eru tölvuleikir fyrir nörda? ef svo skilgreinið; hvað er nörd?