Mikið gerir fólk nú úr veraldlegum gæðum.
Stundum ofbýður mér alveg hvað fólk leggur mikið upp úr að eiga
sem mest, flottasta innbúið, flottustu bílana, flottustu húsin og
svo mætti lengi telja.

Ég neita því ekki að mig langar oft í svo margt, mig langar í nýtt
innbú, mig langar í raðhús eða einbýlishús en ég hef ekki efni á því.
Samt er auðveldasti hlutur í heimi að hækka yfirdráttinn.
Þetta ætti í raun ekki að vera neitt mál!

Sjáið td. þáttinn Innlit og Útlit.
Það virðast allir eiga nóg af seðlum.
Virðist ekki vera neitt mál fyrir ungt fólk í dag að umbreyta
nýja heimilinu sínu, gera það eftir sínu eigin höfði.
Henda út gömlu eldhúsinnréttingunni og fá innanhúsarkitekt til að
innrétta heimilið upp á nýtt.
Á ungt fólk í dag svona mikinn pening eða er þetta allt keypt
á lánum?
Spyr sá sem ekki veit.

En þó ætti ekki heldur að vera neitt sérstaklega erfitt að
breyta hugarfarinu og sætta sig við það sem maður á og hefur.
Lifa spart og sætta sig við gamla sófasettið frá pabba og mömmu.
Eða gömlu eldhúsinnréttinguna. Væri nóg að flikka upp á hana
með málningu.
Það er bara svo auðvelt að gleyma sér í hraðanum og spila með.
Kaupa, kaupa og kaupa…..eyða og eyða..hækka yfirdráttinn enn og aftur.
Og hvar stöndum við þá ?
Erum við ánægðari og líður okkur betur þegar að reikningarnir
streyma inn um lúguna?
Humm…kannski.

Sá sem á mest þegar að hann deyr……….VINNUR!!!