Subway aftur hættir með SVÍNARIF!!!

Ég veit að það er kannski nokkuð undarlegt að ég sé að eiða tíma mínum í að skrifa grein um það að Subway eru enn aftur hættir að selja báta með svínarifum. En ef þú ert einn af þeim sem fá sér alltaf djúsí svínarif á bátinn sinn þegar þú ferð á Subway þá skilur þú hvað ég er að tala um. Ég spurði afgreiðslukonuna af hverju þeir eru hættir að selja svínarif og hún sagði að það væri eingin sérstök ástæða… Það fær mig til að hugsa.

Voru þeir að hætta með svínarif bara vegna þess að mér og öllum vinum mínum finnst þau best?
Vilja þeir að ég fari frekar og fá mér Hlöllabát eða Quiznos…
Er þetta reglulegur atburður hjá Subway að hætta með svínarifin og birja svo með þau aftur!!!!!

Jæja ég ætla að vona að þessi stutta en mjög áhugaverða grein verði samþykkt og ég vona að þegar þið lesið þetta að þið hafið eitthvað “insider information” sem gæti kannski svarað spurningum mínum. En ég er viss að mörg hundruð af viðskiptavinum Subway eru óánægðir með þetta.

Hvað á maður að gera?
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*