Bara stutt athugasemd til þeirra sem senda inn atburði á þetta áhugamál:

Það má alveg leggja smá meiri vinnu í þá en bara að skrifa titilinn á atburðinum og dagsetningu og klikka svo á senda takkann. Ef þetta er eitthvað sem þið hafið raunverulegan áhuga á að auglýsa og vekja áhuga annarra á þá myndi það vera margfalt áhugaverðara að setja með mynd og að minnsta kosti stutta lýsingu. Það tekur 5 mínútur max.

Þá væru allavega meiri líkur á að fólkið sem veit ekkert um hvað málið snýst hefði áhuga á að kynna sér það betur, ekki satt? :)