Glöggir kunna að hafa tekið eftir smávægilegum breytingum í uppröðun kubba á áhugamálinu fyrir einhverjum vikum en ég ákvað að stokka enn betur upp í þessu í dag þó breytingarnar séu samt ekki stórvægilegar.

Einnig fór ég í gegnum tenglasafnið á sama tíma og ég breytti til hérna um daginn, eyddi þar út flokkum, flutti tengla á vitlausum stöðum á rétta staði og eyddi út dauðum tenglum.