Ég hef tekið við sem einn af (mörgum) stjórnendum þessa ágæta áhugamáls okkar.

Ætla að taka fyrir mér meðal annars að hressa aðeins upp á greinarnar sem hafa ekki verið gríðarlega margar upp á síðkastið auk þess að skera upp herör gegn lélegum könnunum.
Stefni líka á að bæta nokkrum klippum í myndbandasafnið okkar góða við fyrsta tækifæri.
(Við frekari eftirgrennslan geta bara ofur-adminar sett skrár inná skráarsvæði huga svo ég get víst ekki komið inn nýjum myndböndum eins og ég hafði lofað…Ahemm)

Svo mun ég að sjálfsögðu passa upp á góða hegðun hér á áhugamálinu og reyna að vera góð fyrirmynd annarra í þeim efnum.

Kveðja, TestType