Sphere:
Haha….rúst….verður að æfa þig betur í SSB. ef þú vilt vinna hinn
eina sanna meistara :p

JoN^DaviS:
Ojbara, þú ert alltaf svo heppinn.

Sphere:
Jæja, búinn að jafna þig eftir pizzaátið, svakaleg óhljóð þarna
inn á klósetti áðan.

JoN^DaviS:
Ég ætla ekki að snerta pizzu næsta mánuðinn!

Sphere:
Jæja, get ekki beðið eftir Metroid Prime. Retro Studios alveg að
meika það.

JoN^DaviS:
right :D

Sphere:
Hmm…ok

Sphere:
Where to start ;)

JoN^DaviS:
Kemur Retro Studios inn með stæl eða bara sem enn einn
framleiðandinn?

Sphere:
Retro Studios kemur inn með stæl og tekur pláss RareWare,
no doubt about that.

Sphere:
Berum bara saman Metroid Prime og StarFox Adventures, and
then tell me I´m wrong.

JoN^DaviS:
Persónulega finnst mér þeir koma inn með engri smá bombu
því Metroid Prime er meira en nokkur þorði að hugsa sér. Held
að fáir hafi byrjað svona vel. Margir vilja meina að RareWare
hafi byrjað vel með GoldenEye á Nintendo 64 en þeir byrjuðu
ekki með GoldenEye. Þeir byrjuðu way back árið 1983 og það
ekki með neinu meistaraverki

JoN^DaviS:
Starfox og Metroid… Auðvelt. Metroid Prime er einfaldlega að
rassskella Starfox þegar maður ber saman einkunnir og
almennt álit. Flestir eru vonsviknir með SFA en jafnvel
efasemdamenn og anti-Nintendo fólk er mjög hrifið af Metroid
Prime. Segir margt

Sphere:
Þeir unnu djobbið vel vegna Nintendo. Hefði NIntendo ekki
aðstoðað þá eins og þeir hafa gert með Retro nýlega þá hefðum
við bara séð flotta en leiðinlega leiki.

Sphere:
Það er náttúrlega ekkert betra en 7f beib með geislabyssu :)

JoN^DaviS:
Rare kunna vissulega að gera flotta leiki en ég held nú líka að
Nintendo hafi átt sinn þátt í skemmtanagildi þeirra leikja. En
eru þeir ekki að gera það sama hjá Retro? Þeir stjórnuðu
framleiðsluferli MP frá A til Ö.

Sphere:
Dálítið skrítið, en Nintendo hafa gert fáa “Teen rated” leiki í
gegnum tíðina…..spurning hvort þetta sé bara byrjunin, kannski
er nýr horror leikur handan við hornið

JoN^DaviS:
Retro eru að setja nýjan standard þegar kemur að console
FP(S) leikjum. En MP er eins og við öll vitum ekki FPS leikur.
Þeir setja hins vegar standard þegar kemur að ímyndunarafli
og getu, hvort sem er grafísk geta eða getan til að búa til góðan
leik.

JoN^DaviS:
Það er aldrei að vita en ég held að það væri þá ekki frá Nintendo
heldur kæmi annar horror leikur frá Silicon Knights eða Retro
studios, en þeir hafa jú sannað sig. Fyrirtæki sem er byggt upp
af Könum sem unnið hafa við leiki eins og Half-Life og Quake.

JoN^DaviS:
Hins vegar var ég að pæla hvort að Retro Studios séu strax
farnir að huga að næsta Metroid leik eða hvort þeir séu byrjaðir
að einhverjum leik úr þeirra eigin banka

Sphere:
Metroid Prime er flottari artisticly heldur en tæknilega, þó að
hann sé flottur í báðum flokkum. Ef þú skoðar umhverfið og
veggina o.s.fv þá tekurðu eftir því. Eiginlega hver hlutur er
sjálfstæður. They dont rely en pretty textures but millions of
polygons and great character models. Allt er hannað mjög flott
og eiginlega ekkert sem mér finnst formlegt. Margir
framleiðendur nú til dags leggja meiri áherslu á listrænt
útlit…svo er líka gott að vera opinn og segja “Metroid Prime er
Mono Lisa” tölvuleikjaheimsins

Sphere:
Persónulega vona ég að þeir séu að gera einhver MMORPG
Zelda leik, how cool would that be ?

Sphere:
Svo hefur maður verið að heyra að einn af aðalforriturum Metroid
vélarinnar fór frá ID til Retro….gaur sem vann mjög náið með
Carmack….útskýrir kannski eitthvað af þessu :)

JoN^DaviS:
Það er satt. Ég held ég hafi persónulega ekki séð leik sem
hefur fengið jafnmikla ummönnun og Metroid Prime þegar
kemur að artistic touch. Ekkert herbergi eða svæði er eins. Þeir
gerðu hvern hlut “sjálfstæðan” og ekkert er eins. Rosalega flott
að sjá þetta í videos. Myndir sýna leikinn ekki rétt.

JoN^DaviS:
Ég hef á tilfinningunni að þeir geri einhverskonar MMO leik fyrir
GameCube (auðvitað) þegar hún verður Online. Zelda Online
maybe, en ég held það væri eitthvað af þeirra eigin
hugmyndum.

Sphere:
MMORPG Zelda myndi örugglega seljast mjög vel enda
þekkja eiginlega allir seríuna og hafa eitthvað gott að segja um
hana. Ég myndi vilja hafa leikinn realistic…held að Cel-shaded
leikur myndi ekki meika það.

JoN^DaviS:
Það gæti vel verið að Nintendo myndu senda sína
brainstormera til Austin til þess að hjálpa Retro við að gera
Zelda MMORPG. Hver veit? Þeir létu Rare hafa Starfox, sem
þeir reyndar klúðruðu aðeins. Sad to say

JoN^DaviS:
Ég held þó samt að Retro muni gera fleiri FP leiki fyrir
GameCube. Fyrst þeir gátu gert Metroid að svona mögnuðum
FP leik þá hljóta Nintendo að heimta exclusive alvöru FPS leik.
Þá er ég að tala um FPS. Murder death kill… svona aðeins til að
hrista kiddie image af sér

Sphere:
Það er alltaf jafn gaman að fá leikina síðastur….að þurfa að bíða
fram í febrúar er bara illt….they´re evil I tell you….

Sphere:
Held að ég meiki ekki biðina

Sphere:
Import er málið, en bara allt of dýrt.

JoN^DaviS:
Það er evil að vera í Evrópu þegar Retro og Nintendo eru
annarsvegar hehe. Metroid og Zelda.

JoN^DaviS:
Spurning um að ég kaupi mér FreeLoader þegar hann kemur
og hringi svo í kunningja minn í Texas og læt hann senda mér
MP með DHL Express ;) Og þar að auki láta hann taka myndir
af höfuðstöðvum Retro og senda með hehe. Úh… :D

Sphere:
Freeloader hefur oft verið seinkað og ég hef er farinn að gruna
að hann láti aldrei sjá sig…Ef hann kemur þá sé ég fyrir mér
kæru frá Nintendo

JoN^DaviS:
Já líklega. Annars er alltaf gaman að fá leiki eftir langa bið.
Makes things so good.

JoN^DaviS:
Heldurðu að Retro fari í MMO leik eða FPS leik næst? Margir
halda að Ravenblade verði endurlífgaður en persónulega er ég
lítið spenntur fyrir honum. Væri meira til í alvöru FPS leik en
eins og ég sagði áðan, MP er ekki FPS ;)

Sphere:
Vona MMOFPS…..það yrði bara snilld…en vonandi er það
MMORPG, hef alltaf langað að spila svoleiðis, nema flestir í dag
er bara svo fjandi leiðinlegir….kannski bætist við smá action…

JoN^DaviS:
Ég persónulega er enginn RPG fan, finnst þeir oftast
leiðinlegir. Not my type of games. En MMOFPS væri indeed
snilldin ein. Hmmm… sem færir mann að einni spurningu…
Metroid Online? :) Sjáðu fyrir þér Metroid multiplayer online only
:) En Metroid leikirnir eru ekki þannig leikir svo það er í raun
útilokað…

Sphere:
Metroid Online myndi ekki virka….með svona targeting kerfi
væri of auðvelt að “fragga”….Þeir myndu þurfa að breyta honum í
fps til þess að hann virki.

JoN^DaviS:
Það er einmitt það sem ég sagði. Metroid er ekki þannig leikur.
Það væri flott ef þeir myndu búa til FPS leik from scratch sem
væri bæði Single player galore og líka MMOFPS sem mundi
kicka eistu.

JoN^DaviS:
Ég er hins vegar alveg sannfærður að það eiga eftir að koma MP
clones á næstu árum. Reyna að gera það sem MP gerði og
einfaldlega bara herma eftir Metroid heiminum eða
hugmyndum.

Sphere:
Þegar ég hugsa út í það þá myndi mér ekki langa í neitt annað
en Zelda Online….Þá meina ég MMOA

Sphere:
MP clones eiga eftir að koma…..visornum á eftir að vera
nauðgað…..sé fyrir mér fullt af leikjum með svoleiðis….the way of
business

JoN^DaviS:
Það væri rosalega flott. Sameiginlegt verkefni EAD og Retro að
búa til risastóran online heim sem hefði í raun ekkert mission,
bara interactive og stórt community fyrir Zelda fans. Gætir sett
upp eigið heimili og jafnvel orðið helsti burðarliður í þorpinu
einu… það væri magnað!

Sphere:
Þeir myndu náttúrlega hafa einhver mission og þegar þau
klárast þá uploada þeir öðrum…samt ætti maður eigið hús og ef
maður er vinsæll, eigin flokk….

JoN^DaviS:
já það væru auðvitað mission. Spurning um að missionin væru
þá limited to XX users. Sjáðu fyrir þér heila herdeild af Kokiri
forrest krílum undir stjórn Links á leið upp hæð í leit að Ganon
sem þá væri stjórnað af einhverjum evil dúdda í vesturbænum.
Yeah… would kick ass

JoN^DaviS:
Maður þyrfti að bíða meðan XX players bjóða sig fram í gönguna
að Ganon… á meðan mundu þeir sem bíða safna að sér
vopnum og alls kyns dóti ;)

Sphere:
Þú myndir náttúrlega stofna lið með öðrum
nontendum….náttúrlega svindl ef að Link yrði í leiknum….hafa
hann bara unplayable. Náttúlega rugl ef að einhver einn væri
Link.

JoN^DaviS:
Já það er svo sem rétt. Það mundi skapa “ÉG VIL VERA LINK”
rifrildi milli okkar Zelda nördanna.

JoN^DaviS:
Þetta væri hins vegar ofurcool. Að vera meðlimur í svona online
Zelda community væri bara brilliant. Það væri bara cool að kíkja
á vin sinn sem væri t.d lone ranger útí skógi en væri
vopnasmiður og maður gæti eytt tíma þar í vopnaæfingar og
vopnasmíði á meðan aðrir eyða tíma í pöbbaröltið í Kakariko
village

JoN^DaviS:
Kannski að maður hringi í Retro kallanna og segi þeim að þetta
sé möst :D

Sphere:
Þetta er möst…eina vandamálið er að Nintendo hefur ekki fulla
trú á netspilun…..Hún hefur ekki sannfært þá sem
peningamaskína….ennþá.

JoN^DaviS:
Þeir hljóta að sannfærast eftir að ég hringi í þá. Ég meina, af
hverju ættu þeir ekki að taka mark á Zelda nördi frá Íslandi, þar
sem netspilun er eins og Sushiát í Japan.. ehrm… já…

Sphere:
en Jon…við spilum PSO þegar hann kemur…ekki satt ?

JoN^DaviS:
jú… mig langar það allavega :D En ætli GC online verði
spilanlegt hérna?

JoN^DaviS:
Jújú segjum það bara!

Sphere:
jamm…pantar áskrift erlendis eins og með dreamcast

Sphere:
held að það virki

JoN^DaviS:
Vona það!

JoN^DaviS:
Ég hef allavega trú á Retro Studios eftir þetta. En ég held samt
að þessi Zelda online draumur okkar sé langsóttur draumur ;)

Sphere:
Jamm…Metroid Prime er nóg þangað til

JoN^DaviS:
Hann er meira en nóg finnst mér. Ég hef ekki verið svona
spenntur í langan tíma! Ótrúlegt hvernig þeim tókst að flengja
efasemdamenn svona rækilega.

Sphere:
En svo er spurningin Silicon Knights v.s. Retro Studios

JoN^DaviS:
Þar sem ég hef ekki enn spilað Metroid Prime en hef þó fulla
trú á honum þá segi ég go Retro. Held samt að Silicon Knights
eigi eftir að sanna sig fyrir fullt og allt með Too human

Sphere:
jamm….Too Human á eftir að slá margt út, ef ekki allt

JoN^DaviS:
Það kemur allt í ljós!

JoN^DaviS:
En eins og staðan er í dag þá er Nintendo vel stætt af flottum
powerhouse. Retro og Silocon Knights… Ég held þeir gráti
Rare ekki mikið

Sphere:
Hehe…enda dýrir í rekstri

Sphere:
Retro var keypt á $1 million, Rare var selt fyrir u.þ.b $200
million

JoN^DaviS:
Stórgróði ;)

Sphere:
Sýndu mér N64 safnið þitt.

JoN^DaviS:Hmmm, ok.

Sphere:
Vááá !! Keyptirðu leik á viku, ég hef aldrei séð svona marga
leiki í einni skúffu.

JoN^DaviS sýnir Sphere N64 safnið sitt og á meðan tala þeir
um netspilun á leikjatölvum í framtíðinni.