Hluti af safninu mínu, en það vantar sem dæmi NES, NES leikina, PSX og fleira. En þarna má sjá NGC, N64, SNES, Xbox, PS2 og Dreamcast. Eitthvað vantar þó af DC, PSX og PS2 leikjunum.
Þessi vanmetni titill kom út 2002 og hafa 10 leikjasíður gefið leiknum 100% í einkunn. Hann var þróaður af meistaranum Shigeru Miyamoto (Zelda, Mario, Metroid) og er einskonar draumaleikur hans. Miyamoto fékk hugmyndina að leiknum á því að skoða maurana í garðinum hjá sér. Margir halda örugglega, eins og ég áður en ég fékk hann, að þetta sé “barnaleikur”. Það hafa eflaust margir haldið það sama um The Legend of Zelda: The Wind Waker. Vá, hvað sumir eru að missa af! 10/10
Mynd úr leik sem spilaður er með hinu byltingarkennda Eyetoy fyrir Playstation 2. Eyetoy kemur út seinna á árinu hér aðeins í evrópu til að byrja með enda eru það bretar sem gera þessa snilld. Maður mun geta keypt Eyetoy + einhverja “mini” leiki á sama verði og venjulegan leik. Í fyrstu munu aðeins vera svona “mini” leikir eins og þessi Kung-Fu leikur sem myndin hér er úr, dans leikur, leikur þar sem maður er að verjast á móti fullum öpum, boxleikur, “puzzle” leikir ofl. enn seinna mun þetta þróast útí stærri leiki og jafnvel online-leiki segja þeir hjá SCEE. Ef þig langar T.D. til að berja vin þinn í klessu í “þykjustu” þá er þetta málið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..