Nintendo Virtual Boy Virtual Boy var fyrsta “handheld” leikjatölvan sem var fær um að sýna “alvöru 3D grafík”. Þessi tölva var flopp frá byrjun til enda, og var hún aðeins eitt ár á markaði í Japan og í Norður-Ameríku - hún kom aldrei til Evrópu.

Eftir smástund í spilun kvartaði fólk líka yfir eymslum í augum og öðru slíku - svo að vélin varð aldrei vinsæl.

Og eins og þið sjáið kannski var það aldrei mögulegt fyrir annan aðila að horfa á leikinn hjá hinum, sem gerði tölvuna ekki vinsæla hjá vinahópum. Ólíkt Nintendo Wii, seldist þessi “aðeins” í 770 þúsund eintökum.