Apple Pippin Já, hér sjáið þið leikjatölvu Apple sem kom út í 5.kynslóð leikjatölva - en hún keppti semsagt við Sega Saturn, Nintendo 64 og PlayStation 1.

Ljóst er að þessi tölva var mikið flopp alveg frá upphafi, en í gegnum hana átti að vera hægt að skoða netið sem var algjör nýlunda. Alls komu út 19 leikir á hana og var hún dýrasta leikjatölvan í þeirri kynslóð. Fjallað er um hana í nýjasta tbl. Skakka turnsins.