Rétt fyrir dauða minn Orð geta ekki lýst því hvað Theater kerfið í Halo 3 er mikil snilld. Einfaldasta kerfi í heimi. Ef maður vill senda skjáskot til PC tölvu þarf bara að vista þau í Theater og sækja þau á www.bungie.net, þarf ekki einu sinni að skrá sig þar.

Ég er bjáninn í flugtækinu. Munið það að taka aldrei Banshee tækið í byrjun Valhalla því það er mjög líklegt að einhver taki lock-on sprengjuvörpuna til að fá auðveld stig frá þeim sem gera það. Það er eitthvað sem ég lærði ekki fyrr en eftir þriðja skiptið…