TestType
En munurinn er sá að framleiðendur Guilty Gear bættu sprite upplausnina samhliða bættri upplausn leikjatölva sem kom fyrst í PS2, GameCube og xbox. Capcom gerðu það hinsvegar ekki, og héldu áfram að nota gamla sprite safnið sem hafði verið notað í örugglega a.m.k. 10 leikjum á undan.
Guilty Gear X kom fyrst út á Sega Dreamcast árið 2000 enda upphaflega hannaður fyrir
Sega NAOMI. Capcom hefur aðeins gert þrjá 2D bardagaleiki fram á þennan dag síðan Guilty Gear X kom fyrst út (að utanskildum endurútgáfum):
Marvel vs. Capcom 2 (2000)
Capcom vs. SNK (2000)
Capcom vs. SNK 2 (2001)
Marvel vs. Capcom 2 notar m.a. sprite-safn úr Marvel/Capcom seríunni og Darkstalkers seríunni sem hófust báðar ‘94 og Street Fighter Alpha seríunni sem hófst ’95.
Arc System Works hafa einnig gerst sekir um að nota sína Guilty Gear sprites aftur og aftur.
TestType
Capcom sprite-inn lengst til vinstri hefur verið í notkun frá SNES og hefur ekkert breyst eða hækkað í upplausn, þar á meðal í xbox live útgáfunni af Street Fighter. Guilty Gear sprite-inn við hliðina á er líklegast í 640x480 upplausn á meðan restin er í HD upplausn (líklegast 1280x720).
Þetta er ekki SNES sprite til vinstri heldur upprunalega arcade útgáfan frá ’91, SNES er með mun minni sprites og smáatriði:
SNES vs.
Arcade (Capcom Play System)
Street Fighter II’: Hyper Fighting frá 1992 var endurútgefinn fyrir XBLA, SFII sprites voru síðast notaðir í Super Street Fighter II Turbo árið 1994 (að utanskildum endurútgáfum).
http://www.gamekult.com/images/ME0000818216/SFII er í 384x224,
GGX í 640x480 og SSFIITHDR verður í
1920x1080p skjáupplausn eða u.þ.b. 4,5 sinnum hærri en upphaflega upplausnin. Þetta er einungis hlutfallslegur samanburður til að gefa manni hugmynd um hvernig útkoman verður.
TestType
En auðvitað eru þessir í umtalsvert hærri upplausn en Guilty Gear, þessi útgáfa er sérstaklega gerð fyrir HD sjónvörp, það hefur enginn Guilty Gear leikur verið framleiddur fyrir núverandi kynslóð HD leikjatölva, svo það er ósanngjarn samanburður þar á ferð.
Það hefur heldur enginn Capcom bardagaleikur verið framleiddur hingað til fyrir núverandi kynslóð leikjatölva, aðeins endurútgáfur til niðurhals. Þú talar um ósanngjarnan samanburð en svo varstu sjálfur að bera saman og gagnrýna sígilda Capcom sprites sem hafa ekki verið uppfærðir í áraraðir.
Capcom eru vissulega þekktir fyrir að endurnýta sína sprites ár eftir ár en samt sem áður áfellist ég þá ekki vegna þess að þessir sprites voru svo rosalega vel gerðir til að byrja með og hafa sannarlega staðist tímans tönn. Að vísu líta þeir mun verr út á háskerpusjónvarpi en lausnin við því er einfaldlega að nota CRT sjónvarp eins og þeir voru ætlaðir fyrir :)
Það hefði annars verið gaman að sjá Sammy vs. Capcom en honum var aflýst:
http://ps2.ign.com/articles/437/437760p1.htmlhttp://www.gamespot.com/arcade/action/sammyvscapcom/news.html?sid=6074986