Núna um daginn þegar ég settist niður og var að kíkja á Zelda Maijaros mask(eða hvernig nú í andskotanum maður á að skrifa þetta) þá var ég að fatta svolítið sorglegt.
ÞAÐ VANNTAR EIGINLEGA ALLAN ZELDA FÍLING Í MM!

Ok jújú þetta er góður leikur en aðal gallin er sá að oot skiggir alveg á mm.

Ég er alls ekki að dissa Zelda leikina, er nú reindar zelda fan, en eru fleiri hérna sem eru á sömu skoðun og ég?

Mér finnst t.d. vera of mikil endurtekning í leiknum, maður byrjar í bænnum kemst út í swampið og vinnur hof, kemst í snjóheim fær grímu og hof, fer í vatns heim fær grímu fer í hof!

Æ veit ekki þetta er sammt rosalega cool leikur og ég elska hann!
En vanntar smá meira zelda fíling í hann….en nokkuð gott hjá þeim í nintendo að hafa geta púslað saman pörtum sem vanntaði í oot og sett í heilan leik!

fyrir þá sem ekki vita þá átti að vera svo svo mikið meira í oot sem bara kommst ekki inná leikinn þannig að þeim í nintendo datt í hug að nota diskettu drifið(sem að floppaði) til að láta aukahluti koma þegar maður tengdi drifið við tölvuna og var í leiknum en því að það floppaði var ákveðið að nota partana í nýjan leik MM og reina koma upp með plott og þess háttar!

þannig að ekki nema furða að það vannti smá Zelda fýling!

P.S. okkur skal öllum hlakka allsvakalega til nýja zelda leiksinns!

;)