Var að fá SHOX í hendurnar og þvílík argandi snilld. Eftir SSX Tricky fóru EA Sports BIG aðeins útaf sporinu, en núna eru þeir mættir tvíefldir til baka og með skemmtilegasta bílaleik sem komið hefur á PlayStation 2. Þegar þessi leikur var hannaður var sturlað gameplay það eina sem haft var að leiðarljósi.

Single player hluti leiksins er mjög góður með nýjungum á borð við Shox zones og fleiru. En hjarta leiksins er fyrst og síðast multiplayer hlutinn, þar sem fjórir geta spilað í einu, með því að nota multi tap aukahlutinn og í raun fyrsti leikurinn sem gerir multi tap að skyldueign.

Að gefa leiknum 10 af 10 mögulegum er “understatement of the year”. Hann á miklu meira skilið, og vona ég nú að EA Sports BIG geri SSX Tricky og SHOX að sínum gæðastöðlum og vonandi verða allir næstu leikir þeirra í þeim gæðaflokki.

Ég skora á alla sem eiga PlayStation 2 og hafa nef fyrir góðum leikjum að smella sér í næstu tölvuleikjaverslun, prófa leikinn og sannfærast….

Foxarinn