Já, nú er liðinn þónokkur tími frá útgáfu Sony á leikjatölvunni playstation og vakti hún eins og flestir vita gríðarlega lukku um heim allan. Fyrir 2 árum kom svo út playstation 2 og varð hún einnig afar vinsæl. En það sem ég var að hugsa um er; áður en hún var komin til Íslands, var strax farið að skipuleggja leiki sem áttu að koma út fyrir playstation 3!!! Skildi þetta halda svona endalaust áfram? Verður Sony drottnari leikjatölvanna áfram, eða kemur eitthver byltingarkennd tölva og brýtur öll lögmál núverandi leikjatölvuframleiðenda? Vissulega er það viðurkennt af almenningi að playstation hefur yfirhöndina(skoðið bara myndina í horninu á leikjatölvu áhugamálinu :D), og það tel ég til hins betra,(frekar en að fólk kaupi hina windows-væddu Xbox leikjatölvu)en hins vegar vantar eitthverja almennilega samkeppni. Það er varla hægt að segja að Gamecube sé eitthver samkeppni og Xbox þá varla heldur. Þetta sama vandamál steðjar reyndar að með PC tölvur, en það er önnur saga. Megin ástæða þess að mér finnst vanta samkeppnisaðila er: að allt í kringum Playstation 2 er svo dýrt; leikirnir, tölvan, fjarstýringin og memory spjöldin. Þá finnst mér kannski líka að leikjatölvur ættu að þróast út í að verða minni / handhægari, með sambærilegri grafík. Playstation 1 var sæmileg tilraun, en ég veit bara ekki til þess að skjárinn, sem átti að vera hægt að setja aftan á hana í bíl og þessháttar, sé kominn til landsins. Þar sem ég hef séð hann er það bara eftirlíking, en ekki “official” skjárinn frá Sony.
Drellir, Drellnari, Drellnastur.