Microsoft hafa nú keypt Rare, þróunaraðilann bak við leiki eins og <i>Banjo-Kazooie</i>, <i>Goldeneye</i>, <i>Perfect Dark</i>, <i>Conker's Bad Fur Day</i> og <i>Donkey Kong Contry</i> seríuna, að sögn George Harrison, aðstoðarforstjóra markaðssetningar og samskipta Nintendo of America.

Nintendo seldi 49% af sínum hlut í Rare aftur til baka nú fyrir stuttu, og í kjölfarið seldi Rare Microsoft allt fyrirtækið í heild sinni.

Microsoft hafa ekki viljað tjá sig um málið né tilkynnt samninginn, enda líklegt að þeir vilji þegja um þetta þar til á X02 sýningunni 24. september næstkomandi.

Nintendo höfðu kost á að kaupa restina af Rare síðasta haust, en Nintendo neituðu víst sökum þess að Rare bað um of háa upphæð til að það væri hagstætt og vegna þess hversu lélega leikir Rare hafði staðið sig í sölum.

Nintendo munu halda eftir öllum Nintendo persónum sem Rare hafa haft í leikjum sínum eins og <i>Fox McCloud</i>, <i>Donkey Kong</i>, <i>Diddy Kong</i> og fleiri. Rare, aftur á móti, munu halda eftir réttindunum að persónum og heimum sem þeir hafa skapað sjálfir, þ.á.m. <i>Perfect Dark</i>, <i>Banjo-Kazooie</i> og <i>Conker</i>.

Heimild: <a href="http://money.cnn.com/2002/09/20/news/deals/rare/index.htm“>CNN.com</a><br><br><hr size=”1“>
<img src=”http://www.islandia.is/gunnarv/robert/royalfool.jpg“ align=”left“ width=”80“ height=”94“> - <b>Royal Fool</b>
<p>
<img src=”http://www.hugi.is/icon/mail.gif“ align=”absmiddle“ width=”15“ height=”15“> <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com?subject=Bleh!“>Tölvupóstur</a> | <img src=”http://www.hugi.is/icon/msg.gif“ align=”absmiddle“ width=”15“ height=”15“> <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a>
<p>
Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a> og <a href=”http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a>.