Þar sem ekki er til sérstök síða um villur(líkt og movie-mistakes.com) í tölvuleikjum langar mig að benda á tvær skondnar villur í nýja Resident Evil leiknum fyrir GameCube.
Í fyrsta lagi finnst mér fyndið hvernig eilífðartöffarinn Albert Wesker(þessi villa á reyndar líka við um original leikinn) tekst að Johnny Bravoa sig í gegnum niðdimman og drungalegan skóg og sömuleiðis dimmt og drungalegt hús allan leikinn með sólgleraugu fyrir augunum.
Einnig er gaman að því að í The Dining Room, sem er eitt af fyrstu herbergjunum sem maður kynnist í leiknum, skuli loga kerti á borðinu þó röklegt vitsmunalíf hafi fyrir löngu yfirgefið þetta hús þegar þau koma þangað.<br><br><b>-And God Said: “Let There Be Light”, and Then There Was Conan-</