Tekið af skifan.is

Quarashi með lag í Madden NFL 2003 frá EA (28/8)

Í lok september kemur út nýjasta útgáfan af Madden NFL 2003 frá EA Sports.  Hér er ameríska fótboltanum gert hátt undir höfði og hafa þessir leikir þótt skara frammúr á því sviði. Má þar til dæmis nefna að þegar Madden 2002 kom út fyrir PlayStation 2 í Bandaríkjunum keypti þriðji hver PlayStation 2 eigandi eintak.
 
Í nýjustu útgáfunni af Madden NFL 2003 sem er væntanleg í lok september, mun íslenska hljómsveitin Quarashi vera með eitt að aðallögum leiksins eða lagið Mr. Jinx.  Þetta á væntanlega eftir að auka hróður hljómsveitarinnar enn fremur þar sem Madden NFL leikirnir eru þeir söluhæstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum.
<br><br><i> Building the future and keeping the past alive are one and the same thing.

Snake-Kojima </i