Þegar PSX og N64 voru í “console-war” kostuðu PSX leikir kringum 5þ og N64 leikir 6-8þ. Þá sagði ég við sjálfan mig: “fæstir eiga eftir að láta bjóða sér svona fáránleg verð, það er ekki von að psx sé að seljast meira.” og “Ætli N64 og SNES leikir séu svona dýrir útaf því að þeir eru á cartridges sem er líklega töluvert dýrara að framleiða?”
Nokkrum árum seinna eru öll consoles farin yfir í CD/DVD og enn kosta leikirnir um 6-8þ, meira að seigja PS2. Sami leikur fyrir pc er á 4þ jafnvel þótt það sé verið að wareza pc leiki til fjandans… Hvað er að gerast?! Hví eru console leikir svona óóóótrúlega fáránlega dýrir?! Væri ekki sniðugt að lækka verðið á leikjunum í stað þess að vera að lækka verðir á tölvunum sjálfum eins og þeir eru að gera núna.(USA verð á Xbox lækka úr $299 í $199 um þessar mundir, sama með NGC sem ferúr $199 niður í $149) …?