Hmmm…

Já, nintendo.is byrjaði vel að mínu mati. Reglulegar uppfærslur og þess háttar. En það hefur lítið gerst síðan. Ég t.d sendi inn passcodes í Rogue Leader og webmasterinn svarði fljótlega, sagðist vera að vinna í síðunni en þetta yrði sett upp á næstu dögum. Ég sendi mailið þann 10. maí ef ég man rétt og ekki hefur þetta komið enn. Þessi síða er nánast dauð. Af hverju? Það var þvílíkt lofað hérna áður en síðan var sett upp að hún yrði reglulega “öppdeituð” og vel við haldið. En hvað varð um það loforð? Persónulega finnst mér þetta frekar leiðinleg staðreynd.

Er ekki málið að láta einhvern alvöru Nintendo fan fá þetta verk í hendur og láta hann/hana/þá/þær/þau vinna verkið vel. Mér sýnist áhuginn vera lítill í núverandi umsjónarmanni. T.d var tæpur mánuður milli frétta og það gerðist margt á þessum tæpa mánuði.

I am dissapointed!
Þetta er undirskrift