Nýja vélin mín frýs stundum þegar hún er að hlaða upp leikina í þessum leik. Vinur minn á einnig glænýja xbox og einnig fifa world cup2002, hann á við sama vandamál að stríða og hjá báðum okkar koma skilaboð um að diskurinn gæti verið rispaður eða með óhreinindum á…..sem getur ekki verið.

Nú er ég ekki að spyrja hvað ég eigi að gera, jú ég ætla auðvitað með vini mínum og henda leiknum aftur í hausinn á þeim og fá nýjan….. en ég er að spyrja hvort þið hafið orðið var við einhverjar fréttir um þennan galla á netinu með kannski einhverri fréttatilkynningu frá þeim? Að þetta væri tölvunni að kenna og það væri hún sem væri gölluð eða er tölvan að segja satt, að diskurinn sé gallaður (geisladiskurinn)