Varúð beint copy\paste af skífunni


EA tilkynnir útgáfu á nýjum Bond leik…. (13/5)

Electronic Arts hefur svipt hulunni af nýjum James Bond leik sem mun veita spilaranum hina fullkomnu 007 upplifum, fulla af hasar, spennu og stuði. Leikmenn verða hreinlega “hristir og hræðir”. James Bond 007: NightFire™ fer með leikmanninn hærra og dýpra, bæði með tilliti til spilunar og fjölbreytileika. NightFire er í töluðum orðum í framleiðslu og er væntanlegur fyrir næstu Jól á PlayStation®2, Nintendo GameCube™, Xbox™ og PC.







NightFire mun innihalda glænýjan söguþráð í “single-player” sem er skrifaður sérstaklega fyrir leikinn. En einnig mun sagan innihalda hluti sem við þekkjum úr 40 ára sögu 007. Leikmaðurinn, í hlutverki Bond, mun heimsækja Austurrísku alpana, geimstöðvar og svo ekki sé minnst á djúpsjávarköfun í Kyrrahafinu, þar sem aðalóvinurinn Rafael Drake heldur sig. Drake er öflugur yfirmaður fyrirtækis sem á yfirborðinu er vistvænt umhverfisvendarfyrirtæki, en undir niðri ætlar að ná heimsyfirráðum.







Hinn væntanlegi Bond leikur mun gefa leikmönnum fjölbreytta og djúpa upplifun, í dæmigerðu Bond umhverfi. Oftast spilast leikurinn í fyrstu persónu, en í ákveðnum dramatískum atriðum er skipt yfir í þriðju persónu sjónarhornið til að fá betri yfirsýn. Nightfire inniheldur fjölda mismunandi verkefna sem eru stútfull af mögnuðum hasar, njósnaferðum, flottum píum og framandi umhverfi, einmitt eins og aðdáendur Bond vilja hafa það. Útgáfan sem kemur fyrir leikjatölvurnar (allar nema PC útgáfan) gefa leikmanninum einnig tækifæri á að upplifa hasar á fjórum hjólum, með flottum bílum sem við þekkjum úr Bond myndunum.







NightFire inniheldur meira en 10 mismunandi umhverfi um allan heim, ásamt geimnum. Öll svæði leiksins eru byggð á stórum og mjög nákvæmum 3D umhverfum sem leikmaður fær að upplifa í gegnum augu Bond. Leikurinn er hannaður þannig að leikmenn geta valið hvernig þeir spila sig í gegnum leikinn, hvort það sé gert með hátækni vopnum eða með því að læðast um og nota tæknigræjur frá rannsóknarstofu Q. Sú leið sem leikmaður velur hefur áhrif á stigagjöfina eftir hvert verkefni. Einnig inniheldur leikurinn bæði nýjar og þekktar persónur úr Bond heiminum.






Hver útgáfa leiksins inniheldur mismunandi hluti og nýta styrk hverrar tölvu fyrir sig. Til dæmis mun útgáfan sem kemur á leikjatölvurnar innihalda fleiri ökutæki og atriði sem eru gerð af þeim sömu og gera Need for Speed leikina. Meðal þess sem gerist þar er að maður fær að prufukeyra bílinn Aston Martin Vanquish™, búinn vopnum og öðrum tæknibúnaði. PC útgáfan mun hinsvegar bæði hafa “single-player” og “multiplayer”.







NightFire fyrir PlayStation 2, Xbox og GameCube er hannaður af enska framleiðandanum Eurocom Entertainment Software. PC útgáfan er gerð af ameríska fyrirtækinu Gearbox Software. EA hefur áætlað að gefa leikinn út í haust undir merkjum EA GAMES™.


James Bond var fyrst kynntur kvikmyndaaðdáendum árið 1962 þegar Danjaq, LLC og United Artists, gáfu út myndina Dr. No. Tuttugasta myndin í seríunni, Die Another Day, er í framleiðslu og er áætlað að hún komi út 22.nóvember, 2002. Frekari upplýsingar um myndirnar má finna á heimasíðu James Bondwww.jamesbond.com, eða á heimasíðu Danjaq: www.007.com


Spennandi