Núna um daginn auglýsti Elko xbox á 19900. Það tilboð kláraðist víst um leið. Svo las ég hér á korknum að Elko væri að hætta með xbox og þess vegna hefðu þeir boðið þetta ofurverð.

Ég hringdi í elko og þeir vildu ekki segja hvort tilboðið góða kæmi aftur en þeir könnuðust allavega ekkert við að til stæði að hætta með xbox í versluninni.

BT er að selja vélina á 28.900. Veit einhver hvort það er bara vélin stök eða með leik?

Svo var verðið víst að lækka i USA í $199 úr $299.

Mig dauðlangar að skella mér á eitt kvikindi en ég væri alveg til í að spara mér 10.000 kall eins og þeir gerðu sem nældu sér í eintak í elko.

Hefur ekkert heyrst um það hvort microsoft ætli að lækka verðið aftur í evrópu????