Seamus Blackley, einn af hönnuðum X-box tölvunnar frá Microsoft hefur yfirgefið fyrirtækið.

Samkvæmt talsmanni Microsoft hefur Blackley ákveðið að breyta um starfsvettvang.

Hann hafði titilinn X-box technical officer, en var ekki í yfirmannsstöðu, en var talinn engu að síður gegna lykilhlutverki í því að ná til aðdáenda tölvuleikja og gera Microsoft trúverðugt meðal þeirra.

Hann kom fram á flestum X-box ráðstefnum til að kynna vélina.

Áður vann Blackley hjá leikjadeild SKG DreamWorks, áður en hann hóf störf hjá Microsoft fyrir þremur árum, þá upphaflega til að vinna við DirectX. Eftir að hafa unnið í nokkra mánuði hjá fyrirtækinu kom hann með hugmyndina af X-box.

Þessar fréttir af uppsögn Blackley koma aðeins nokkrum dögum eftir að Microsoft tilkynnti að þeir myndu engan vegin ná sínum sölutakmörkum og verða þeir allavega 500,000 vélum undir söluáætlunum. Kennir Microsoft dræmri sölu vélarinnar í Japan og Evrópu um.

Það er ljóst að Billy og félagar ríða ekki feitum hesti þessa dagana….ekkert að gerast !!!