Í nýja OPM2 blaðinu mínu þá var afhjúpaður nýr leikur frá SCEA, Ratchet & Clank.
Leikurinn sem að þróaður er af Insomniac games (sem meðal annars eru þekktir fyrir Spyro the Dragon) segir frá Ratchet sem að lítur út eins og hybrid af Daxter og einhverri leðurblöku og Clank sem að er lítið vélmenni sem að hangir á bakinu á Ratchet.
Spilarar geta víst notað um 35 vopn í leiknum svo sem, sprengjur, eldvörpur og sprengjuhanska.
Miðað við skjáskotin sem að ég sá á gamespot.com þá lítur leikurinn mjög svipað út og Jak&Daxter með dáldið cartoony “lúkk”. Ef fyrsta hugsun mín um þennan leik er rétt þá á þetta eftir að vera snilldar leikur.

Heimildir.
OPM2 tlb. 20
<a href="http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2861838,00.html“> Ratchet og Clank á gamespot.com </a><br><br>—————————-
”Faithless is he that says farewell when the road darkens"
Gimli Glóinssonur, The Fellowship of the Ring.
—————————-