Á jólunum þá er það venjan hjá flestum að horfa á jólamyndir og/eða hlusta á jólatónlist. Ég man hins vegar ekki eftir því að hafa heyrt um jólatölvuleiki áður. Ég man allavega ekki eftir neinum tölvuleik sem gerist allur á jólunum eða er eitthvað sérstaklega jólalegur. Þeir gætu þó svo sem verið til. En hvort sem þeir ertu til eða ekki eru örugglega fullt af tölvuleikjum sem maður gæti tengt við jólin án þess að séu beinlýnis “jólaleikir”. Rétt eins og ég horfi oft á Lord of the Rings myndirnar í jólafríinu án þess að þær séu í raun jólamyndir.

Spurningin:
Eru einhverjir leikir sem hugarar spila sérstaklega á jólunum?