Fyrir þá sem horfðu á E3 sýninguna hjá Nintendo í beinni (getið örugglega líka horft á hana á youtube), hvernig leist ykkur á nýu tölvuna “Wii U”?

Persónulega þá leist mér ekkert svakalega vel við nafnið, en þegar þeir byrjuðu að sýna brot úr leikjum frá vélinni þá leist mér nokkuð vel á þetta. En mér finnst fjarstýringin vera dálítið skrýtin. Lítur út eins og iPad með stýripinnum og tökkum.

En mér hlakkar þó til að sjá hvernig þetta mun líta út þegar hún kemur út. Vona að það verði ekki mjög seint árið 2012.
Það er nú það já.