Sæl!

Ég var að fjárfesta í ps3 og var áðan að reyna að búa til network account. Ég lenti í vandræðum og er því með nokkrar spurningar.

1. Hvaða land ætti maður að segja að maður sé frá þegar maður er að búa til account? Hef heyrt að það borgi sig ekki að segja að maður sé frá íslandi og að það sé betra að segja UK eða USA. Er það rétt?

2. Fékk þessa error kóða þegar ég var að búa til aðgang:
þessi kom nokkrum sinnum en hvarf þegar maður reyndi aftur að fara í continue: 80710D36

og svo kom þessi þegar ég var alveg að fara að klára innskráninguna:
8002314A
Samkvæm google ætti að logga mig út og svo aftur inn, en ég náttúrulega get það ekki þarsem þetta er fyrsti accountinn sem ég bý til og get þ.a.l. ekki loggað mig úr neinu.

3. Seinni error kóðinn kom í veg fyrir það að ég gæti klárað nýskráninguna svo ég reyndi aftur nema núna get ég ekki notað networ ID-ið sem ég var búinn að skrá í fyrri tilrauninni. Þýðir það að fyrri accountinn sé hálfkláraður einhversstaðar þarna í networkinu?

4. Ætli niðurtími síðustu daga og allt þetta hakkara-vesen hafi áhrif á tilraunir mínar til að skrá mig inn?

Með fyrirfram þökk,
KROCK

Bætt við 2. júní 2011 - 19:41
ATH
tókst að gera account en núna er netið alltaf að detta út. Er samt með þráðlausan router nánast alveg við hlið ps3 tölvunnar. Hjálp?