PS3 tölvan mín les ekki USB hjá mér. Hún var keypt fyrir mánuði.
Er að nota 2 usb: einn 2GB og hann er FAT32 en annar sem er svona flakkari sem þarf ekki rafmagn og hann er 230 GB (reyndar er hann NTFS, þarf ég að breyta því?)
Þegar ég sting litla inn þá les hún hann en sér ekki fælana sem ég er að setja inn (er að setja þetta rogero inn) en hún les samt aðra fæla, eins og þætti ef ég set þá undir VIDEO.

Hvernig get ég látið hana lesa þessa Rogero pkg fæla, og get ég fært myndir og þætti og geymt þá á ps3 tölvunni af stóra flakkaranum?

Bætt við 22. maí 2011 - 13:31
Ég meina þarna í seinustu setningunni: Hvernig get ég fært af flakkaranum, verður hann að vera FAT32?