það vill svo til, að ég keypti mér DSi úti í bandaríkjunum fyrir skömmu.
aldrei hef ég verið eins sáttur með leikjatölvu, en það er nú annað mál!
hleðslutækið sem fylgdi með henni er amerískt, en ég prufaði straumbreytirinn minn sem ég bjóst við að virkaði - en nei, það kemur ekkert, skjárinn blikkar bara sem sýnir að hún sé batteríslaus.
eftir að hafa lesið mig um á netinu, kemur í ljós að amerísku hleðslutækin virka bara ekkert í evrópu.
ormson selja ekki stök hleðslutæki, og fá þau ekkert á næstunni.
hvað geri ég?