Mér er farið að langa til að fá mér playstation 3 svona hvað úr hverju. En ég á ekki HD sjónvarp eða neitt þannig svo ég er að spá í að splæsa bara í nýjan skjá við PC tölvuna og fá mér einhvern flottan djúsí tölvuskjá. Þið sem eruð að nota sama skjáinn fyrir PC og playstation. Hvernig eruði að gera þetta. Er ekki hægt að fá skjái með 2-3 inputum. Svo vel ég bara hvort skjárinn sé að sýna mér PC tölvuna eða sýna mér það sem kemur frá playstation 3 vélinni.

Og hvernig er með hljóðið þegar þetta er gert svona. Ef ég er með svona týpíska tvo tölvuhátalar og bassabox við það. Get ég þá einhvernveginn líka stillt það hvort ég sé að heyra hljóðið frá hljóðkortinu í PC tölvunni eða hvort ég sé að heyra hljóðið frá playstation tölvunni.

Eina sem ég nenni ekki að standa í er að þurfa alltaf að breyta einhverjum snúrum. Vill geta sleppt því algjörlega.
Einhver sérstakur skjár sem þið mælið með? Er að sjálfsögðu að leita mér að widescreen hd skjá :)
Cinemeccanica