Jæja, nú er ég búinn að sjá e3 trailerinn fyrir Scott Pilgrim vs. The World: The Game og nerdgasmaði frekar vel. Er ennþá skeptískur yfir myndinni en er viss um að leikurinn verði álíka awesome og myndasögurnar. Ég er semi búinn að ákveða að fá mér xbox 360 tölvu til að geta spilað hann en þarf samt fyrst að vita: Virkar Xbox Live Arcade á íslandi?
Ég er ekkert of viss um hvernig þetta virkar en miðað við það sem að ég hef kíkt á þá er þetta bara að kaupa leiki online. Mig langar ekki að kaupa heila leikjatölvu og komast að því að ég get ekki fengið mér ástæðuna fyrir tölvukaupunum. Hann kemur auðvitað fyrst út á ps3 en það eru færri ps3 leikir sem mig langar í heldur en xbox leikir, þannig að ég tel xbox tölvu vera betri kaup.
Þetta er orðið frekar langt…