Sælir,

Heyrðu steam account var stolið hjá mér. Litla bró tókst að láta útlending hirða af okkur accountinn sem var hlaðinn af leikjum. Eina sem hann gerði var að klikka á einhvern link hjá einhverjum útlending af steam spjallinu.

Eina sem ég er að velta fyrir mér er, ég er með kreditkortanúmer og allar upplýsingar vistaðar inn á accountinum. Minnir að ég hafi verið með það stillt þannig að ég gæti verslað bara með því að ýta á “add to cart” og svo bara verslað áfram án þessa að þurfa að gera neitt vegna þess að ég vistaði kortanr. og upplýsingar.

Reyndar sér maður bara síðustu 4 stafina í kortinu, en ég man bara hreinlega ekki hvort maður geti verslað án þess að gefa upp pin eða hvort þetta sé vistað og maður geti verslað hvað sem er án þess að skoða kortið?

Er einhver sem getur svarað þessu??

Kv. Maggi