ATH- Þessi frétt er tekin af mbl.is.

“Athygli vakti á CeBIT-tæknisýningunni í Hannover að Microsoft, sem framleiðir Xbox-leikjatölvuna, kvartaði yfir Sony, framleiðanda PlayStation 2 leikjatölvunnar, vegna þess að Sony leyfði gestum á sýningunni að spila PS2 leiki á sínum sýningarbás. Microsoft var meðal nokkurra fyrirtækja sem hafa lagt fram kvörtun fyrir skipuleggjendur sýningarinnar, en óheimilt er að spila tölvuleiki á sýningarbásunum. Talsmaður CeBIT sagði í samtali við fréttavef BBC að Sony hefði tekið niður nokkrar PS2 vélar í kjölfar kvartana frá fyrirtækjum.

”Bæði fyrirtækin sýndu vélarnar en Microsoft leyfði gestum ekki að spila leiki í tölvunum á meðan Sony setti leiki í sínar tölvur,“ var haft eftir talsmanni CeBIT. Microsoft og Sony eru sögð eiga mikilla hagsmuna að gæta í sölu á leikjatölvum, en báðar vélarnar eru ætlaðar sambærilegum hópi leikjaunnenda. Xbox hóf dreifingu á Xbox í Evrópu í síðustu viku, en PS2 kom á markað árið 2000. ”<br><br><i> Wipe them out, all of them.

Sphere </i