Japanska fréttablaðið Nihon Keizai Shimbun birti í gærmorgun grein um að square hefðu gert smaning við nintendo á ný, eftir fimm ára aðskilnað. Kemur þetta svolítið á óvart þar sem forseti Nintendo, Hiroshi Yamauchi, neitaði þeim á síðasta ári að semja leiki fyrir GBA væntanlega vegna þess hve skyndilega þeir fóru frá þeim til Sóny á fyrri árum - þess má til gamans geta að yama-uchi þýðir fjallanaut.
Samningurinn felur í sér að Square setur saman nýtt lið sem mun sjá um þróun leikja fyrir Gamecube og Gameboy Advance og mun það kallast Game Designers Studio. Sá sem fer fyrir þessu nýja þróunarliði er enginn annar en Akitoshio Kawazu, sem bjó til Romancing SaGa seríuna frá Square. Tekið er fram í greininni að sögn videogames.com (en reyndar ekki grein GIA) að Final Fantasy leikir verði færðir yfir á/gerðir fyrir GC og GBA.
Búist er við að þetta nýja lið fari að gefa út leiki síðla þessa árs.

~cucular

byggt á greinum <a href="http://thegia.com“>The GIA</a> og <a href=”www.videogames.com">Gamespot - Videogames</a>.