ok, núna veit ég ekki neitt um tölvur eða leikjatölvur eða guð má vita hvað. ég á gamla playsation 2 sem að ég spila stundum fifa í og ég er að fíla playstation fjarstýringuna í botn. en ef ég ætla að kaupa mér nýja, hvað á ég að fá mér.

playstation, xbox….. (og plís komið með einhver góð rök fyrir vali ykkar)

og svo sama með borðtölvu, ég er með macbook og ég væri til í að eignast einhverja massíva borðtölvu með góðum og stórum skjá og nettum hátölurum (eitthvað gott í að spila tölvuleiki, horfa á myndir, ekkert drasl). hvað ætti ég að fá mér, af hverju…..

ég vil geta verið með tölvu sem að höndlar hvaða leiki sem er (allavegana núna, síðan eldist hún) (og sérstaklega diablo 3, ég er svo fkn mikið að bíða eftir honum að ef að hann virkar ekki á tölvunni þá drep ég hana).