Þar sem ég er ekki sáttur við verð á tölvuni hér á landi þá hef ég ákveðið að kaupa hana á amazon í bretlandi. ég ætla að panta elite tölvuna + auka fjarstýringu og fable II. ég held að þetta munikosta mig það sama og venjulega tölvan hér án neinna aukahluta. Ég er bara ekki alveg klár á því hvað þetta muni nákvæmnlega kosta og hvað þetta tekur langan tíma að koma.

Ég spyr því hvort einhverjir aðrir hafi keypt hana á þennan máta og hvað það kostaði þá, einnig vil ég fá að vita hvort það taki mikinn tíma. Ég er til dæmis ekki að nenna að biða í tværvikur eftir þessu. Endilega skilja eftir svar.


Bætt við 8. október 2009 - 17:57
Jæja. Það vill svo til að ég hætti við á síðustu stundu og keypti hana hér. Ég fékk eitthvað tilboð á henni og var frekar sáttur við það.