Það var ekki fyrir löngu síðan EA tilkynnti nýtt verkefni, en það byggir á bókunum vinsælu um Hringadróttinsögu. Margir Tolkien áðdáendur eru líklega spenntir við þessum fregnum. Spilendur geta valið á milli þriggja persóna úr föruneytinu, Aragorn, dverginn Gimla eða álfinn Legolas. Leikurinn virkar eins og flestir ævintýraleikir, þ.e.a.s að þú spilar í stórri og fallegri 3-víddar veröld. Fólk mun keppa á móti hinum ýmsu illu ófreskjum úr myndinni. Í honum verður “taktískt” bardagakerfi sem ætti að láta leikinn snúast um hæfni. EA hafa fengið aðgang að hlutum úr myndinni til að geta gert leikinn af mikilli nákvæmni . Hingað til hefur leikurinn einungis verið ætlaður PS2 og hann er þegar farinn að lýta stórkostlega út. <a href="http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2848766,00.html> Hérna </a> eru myndir úr leiknum. Allar myndir eru in-game nema ein sem er greinilega tekin úr kvikmyndinni. Takið eftir því að það er bókstaflega ekkert “flicker” , en það hefur einkennt flesta PS2 leiki hingað til. Farið er út í smæstu smáatriði s.s gras á milli steina tré í bakgrunni og textura í hárri upplausn.
Perónumódelin eru að auki afskaplega lifandi. Þetta er ekkert skrýtið, EA hafa verið að gera uppgötvanir á PS2 vélbúnaðnum frá byrjun. Leikurinn ætti að koma út á sama tíma og LOTR: The Two Towers kvikmyndin verður frumsýnd.
Smá hugmynd, Tolkien aðdáendur ætti kannski að búa til einskonar niðurtalningadagatal á leiknum og myndinni.